The importance of a positive buying behaviour/ Mikilvægi jákvæðrar kauphegðunar

As many people know, there is a huge need for a more sustainable lifestyle. Thanks to Greta Thunberg, David Attenborough and other influential individuals we have made positive changes in our daily lives. For example, recycling, cycling and walking more instead of driving, reducing the use of plastic and some have even changed their diet. However, the discussion about clothing pollution still doesn’t seem to be as intense as it needs to be. But the fashion industry is one of the most polluted industries in the world and it is important that we understand what it’s hiding. 

Clothing has, throughout the years, played a major role in human life. We use clothing to keep us warm, to protect our bodies, and to reflect who we are as individuals. But in recent decades, the clothing industry has changed dramatically. The term fast fashion is what most big clothing companies today stand for and defines as cheað and adorable clothing that is produced from poor quality under poor conditions. Because of this, we buy a lot more clothes than we use and need. 

It has been estimated that each Icelander gets rid of around 20 kilos of clothing each year and in 2019 it was estimated that around 2,150 tons of clothes were donated to Red Cross Iceland for reuse or recycling. However, in the same year, it was estimated that around 3.200 tons of clothes ended up in the landfill… only in Iceland’s capital area, which is about 14 kg per inhabitant. 

Many clothing companies today use all kinds of methods and tools to deceive consumers that they are sustainable and good. To do so, they use a marketing method called ‘’greenwashing’’. A method used to convey misleading information that their products are sustainable. This is done, for example, by using words like ‘’ethical’’ or ‘’eco-friendly’’ but these words have no legal meaning and can technically be used by anyone, whether their products are sustainable or not. As a result, companies that are actually sustainable do not get as much attention as they deserve. 

But what can we do to consume better? In fact, there are different opinions on what can be done, as the companies themselves have a great deal of responsibility. But we as consumers can still have such an incredible impact. What we can do is first and foremost, choose well what companies we buy from and feel good in our clothes. Feel good that our clothes are made out of more sustainable materials. Feel good that our clothes are made by a person who received a decent salary, and feel so good in our clothes that we want to take care of our garment so it lasts for a long time. 

We can have an impact, let’s have an impact.

//Eins og margir vita þá er gríðarleg nauðsyn á sjálfbærari lifnaðarhætti. Þökk sé Gretu Thunberg, David Attenborough og öðrum athafna miklum einstaklingum höfum við gert jákvæðar breytingar á okkar daglega lífi. Til dæmis að flokka rusl, hjóla og ganga meira í stað þess að keyra, minka notkun á plasti og sumir hafa jafnvel breytt mataræði sínu. Hinsvegar, virðist umræðan um mengun á fatnaði en ekki vera eins mikil og nauðsyn er á, en sá iðnaður er einn sá allra mengaðasti í heiminum og mikilvægt að við áttum okkur á hvað hann hefur að fela. 

Fatnaður hefur í gegnum tíðina þjónað stóru hlutverki í lífi mannkynsins, við notum fatnað til þess að halda á okkur hlýju til þess að vernda líkama okkar og til þess að endurspegla hver við erum sem einstaklingar, en á síðastliðnum áratug hefur fataiðnaðurinn breyst gríðarlega. Hugtakið ‘fast fashion’ eða ‘hröð tíska’ er það sem flest stóru fatafyrirtækin í dag standa fyrir og skilgreinir það ódýran og aðgengilegan fatnað sem framleiddur er úr lélegum gæðum undir lélegum kringumstæðum. Vegna þessa kaupum við mikið meira af fötum en við notum og þurfum. 

Áætlað hefur verið að hver íslendingur losi sig við um 20 kg af fötum á ári og árið 2019 var talið að um 2150 tonn af fatnaði hafi verið gefinn til Rauða kross íslands til endurnýtingar eða endurvinnslu. Hinsvegar, sama ár, var talið að um 3200 tonn af fatnaði hafi endað í ruslinu, eingöngu á höfuðborgarsvæðinu, en það er um það bil 14 kg á hvern íbúa. 

Mörg fatafyrirtæki í dag notast við allskonar tæki og tól til þess að blekkja okkur neytendur um að þau séu sjálfbær og góð. En þá notast þau við markaðsaðferð sem kölluð er ‘greenwashing, aðferð sem notuð er til þess að koma á framfæri villandi upplýsingum um að vörur þeirra séu umhverfisvænar. Þetta er til dæmis gert með því að nota orð eins og ‘ethical’ og ‘eco-friendly’, en þessi orð hafa enga lagalega þýðingu og geta í raun verið notuð af hverjum sem er, hvort sem vörur þeirra eru umhverfisvænar eða ekki. Sem gerir það að verkum að fyrirtæki sem í raun og veru eru sjálfbær fái ekki þá athygli sem þau verðskulda. 

En hvað getum við gert til þess að stuðla að betri neyslu? í raun eru skiptar skoðanir hvað sé hægt að gera enda mikil ábyrgð hjá fyrirtækjunum sjálfum, en við sem neytendur höfum samt sem áður svo ótrúlega mikil áhrif. Það sem við getum gert er fyrst og fremst að kaupa minna, vanda valið á hvaða fyrirtæki við verslum við, og líða vel í því sem við klæðumst. Líða vel yfir því að flíkin okkar sé búin til úr sjálfbærari efnum, líða vel yfir því að flíkin okkar sé framleidd af einstaklingi sem fékk mannsæmandi laun, og líða það vel yfir því sem við klæðumst að okkur langi til þess að passa upp á flíkina svo hún endist til lengri tíma. 

Við getum haft áhrif, höfum áhrif.

Next
Next

Books/bækur